Posted on Færðu inn athugasemd

Switch á afslætti í ágúst!

Við sáum að ágústmódelið í PUMP!dagatalinu er í einum af okkar uppáhalds nærbuxum og ákváðum að hafa þær á afslætti út ágúst! 😀

Þær eru svo sjúklega flottar, svo mátuleg gegnsæjar án þess að sýna of mikið <3
Það er hægt að vera í þeim hversdags eða bara svona, þú veist, spari 😉
Tilvaldar fyrir stefnumótið!
Tilvaldar fyrir þig!

Posted on Færðu inn athugasemd

Lendaskýlan sendir nú með TVG Xpress

Nú hafa orðið þær breytingar hjá Lendaskýlunni að við sendum pakka utan Reykjavíkur með TVG Xpress. Þetta verður til þess að við getum boðið upp á fleiri en einn afhendingarmöguleika, og við getum nú loksins boðið upp á það að senda alla leið heim að dyrum á landsbyggðinni líka! 😀

Nýbreytnin sem fylgir þessum breytingum er sú að viðskipavinir utan Reykjavíkur geta nú valið milli þess að fá sendinguna senda ókeypis í vörslubox TVG sem staðsett er á völdum Olísstöðvum, eða að fá sent heim að dyrum gegn lágu gjaldi.

Engar breytingar verða á heimsendingarþjónustu í Reykjavík.

Lógó TVG Xpress. Hvítir TVG stafir inni í þykkri rauðri ör og raupir XPRESS stafir á hvítum grunni.
Posted on Færðu inn athugasemd

Áttu AUR?

Nú er hægt að greiða með AUR appinu hjá Lendaskýlunni!

Til gamans má geta að þær buxur sem næst komast skinninu og tengjast jafnframt peningum eru skollabuxur, betur þekktar sem nábrók, en Lendaskýlan býður ekki upp á svoleiðis til sölu hjá sér, enda erfitt að semja við menn um að fá að flá þá neðan mittis eftir dauðann. Þær virka annars þannig að stolnum peningi er stungið ofan í punginn áður en maður klæðir sig í þær og þá laðast peningar annarra lifandi manna til manns þannig að pungurinn tæmist aldregi. Peningurinn skal vera stolinn af fátækri ekkju og aldrei skal maður komast úr buxunum nema finna annan mann sem er tilbúinn að taka við þeim og klæða sig í hægri skálmina á meðan fyrri eigandi er enn að klæða sig úr þeirri vinstri.

Posted on Færðu inn athugasemd

Nýjar vörur! – Nærbuxur með rennilás

Ótrúlega flottar og alveg einstakar nærbuxur eru komnar í sölu hjá Lendaskýlunni! Það eru buxur úr rennilása-línu Modus Vivendi, lína sem fór fyrst af stað 2009 og er nú aftur gefin út vegna mikilla vinsælda, enda óvenjulegar, flottar en á sama tíma mjög þægilegar nærbuxur, hvort sem það er klassískt nærbuxnasnið eða jockstrap sniðið. Þær eru bæði til í nokkrum litum og nokkrum sniðum.

Náðu þér í einar… eða eina af hverju sniði!

Posted on Færðu inn athugasemd

Nýjar vörur!

Við erum búin að bæta við nýjum og sumarlegum nærbuxum!

Karlanærbuxur eru okkar ær og kýr og nýr sumarlegur litur í Camouflage-línunni frá Modus Vivendi, ljósir litir á hvítum grunni. Fer einkar vel við sólbrúna húð. Fyrir málarann. Fyrir útilegu-tjaldgaurinn. Fyrir heimilisföðurinn. Smellið hér til að fá ykkur eintak fyrir sumarið!