Posted on Færðu inn athugasemd

Lendaskýlan sendir nú með TVG Xpress

Nú hafa orðið þær breytingar hjá Lendaskýlunni að við sendum pakka utan Reykjavíkur með TVG Xpress. Þetta verður til þess að við getum boðið upp á fleiri en einn afhendingarmöguleika, og við getum nú loksins boðið upp á það að senda alla leið heim að dyrum á landsbyggðinni líka! 😀

Nýbreytnin sem fylgir þessum breytingum er sú að viðskipavinir utan Reykjavíkur geta nú valið milli þess að fá sendinguna senda ókeypis í vörslubox TVG sem staðsett er á völdum Olísstöðvum, eða að fá sent heim að dyrum gegn lágu gjaldi.

Engar breytingar verða á heimsendingarþjónustu í Reykjavík.

Lógó TVG Xpress. Hvítir TVG stafir inni í þykkri rauðri ör og raupir XPRESS stafir á hvítum grunni.