Skilareglur

Skilareglur

Vegna þess að Lendaskýlan selur nærföt er af hreinlætisástæðum almennt ekki hægt að skila vörum.
Gölluðum vörum er þó að sjálfsögðu hægt að skila og fá ógallaða vöru í staðinn, sem og ef röng vara hefur verið send, til þess að fá rétta vöru í hendurnar.
Það þarf að láta Lendaskýluna vita í tölvupósti áður en varan er send af stað, innan 14 daga eftir kaup.
Ef aðrar ástæður liggja að baki biðjum við vinsamlegast um að haft sé samband á lendaskylan@gmail.com með útskýringum og myndum, ef við á.