Um Lendaskýluna

Vefverslunina sem selur herranærföt.

Hugmyndin

Hugmyndin að Lendaskýlunni varð til þegar það var orðið ljóst að karlar hafa ekki sama úrval af undirfötum og konur. Það vantaði flottari og skemmtilegri og betri nærbuxur á karlmenn. Á Íslandi það er að segja. Það var því farið af stað með að breyta því og bjóða fólki upp á að kaupa öðruvísi nærföt fyrir sig, maka sinn eða félaga. Eitthvað spennandi, öðruvísi. Kynna ný snið og nýtt lúkk fyrir landanum, aðra liti, annan hugsunarhátt, meiri gleði, meiri kynþokka, meira gaman.

Sagan

Þetta gerðist mjög hratt. Haft var samband við framleiðendur hér og þar um heiminn; Fyrst einn (það var Modus Vivendi) og þeir svöruðu strax og voru svona líka til að að bjóða Íslenskum karlmönnum upp á betra úrval af nærbuxum! Þá var haft samband við PUMP! og Skull & Bones sem voru líka til í að vera með í að kynna vandaðar og flottar nærbuxur fyrir Íslendingum. Félagið Augsins ehf. var stofnað sem opnaði síðan búðina Lendaskýluna þar sem Íslendingum er boðið upp á öðruvísi, litríkari og skemmtilegri, meira ögrandi nærföt á karllíkama heldur en annars staðar.

Lógóið

Lógóið er mynd af nærbuxum með hjörtum. Svona klassískum teiknimynda/bíómyndanærbuxum (karls) til að sýna að Lendaskýlan tekur sig ekki of alvarlega. En þessar hjartanærbuxur eru líka táknrænar fyrir það að allar karl-nærbuxur eru nánast eins og sumar jafnvel svolítið kjánalegar. Til þess að vega upp á móti kjánaskapnum í hjörtunum eru lógónærbuxurnar í hinu konunglega purpurarauða lit og skarta gullþræði til þess að tákna þau gæði og vandaðar vörur sem hægt er að fá og er í boði hjá Lendaskýlunni. Lógóið táknar þá breiðu vídd sem til er í nærbuxum á karlmenn, allt frá því að vera kjánalegar upp í það að vera konunglegar að gæðum og allt þar á milli, og jafnvel blanda af mörgu!

close

10% afsláttur,

já, handa þér! 🎁

Skráðu þig til þess að fá sértilboð og til þess að vera fyrstur til að frétta af nýjum vörum og tilboðum!

Við lofum að spamma ekki!