Við seljum nærbuxur fyrir karlmenn frá hönnuðum sem vilja gera eitthvað meira en bara einfalda brók.
Modus Vivendi
Lendaskýlan selur vörur frá hinu gríska Modus Vivendi sem er staðsett í hinni sögufrægu Þessalóníkuborg. Modus Vivendi var stofnað af Christos Bimpitsos í desember 1989 og hefur síðan þá hannað, framleitt og selt gæða undirfatnað með áherslu á kynþokka og karllíkamann. Þeirra sýn er að bjóða upp á nýja upplifun í nærfatatísku karla og brjótast í gegnum vana og venjur og gera hönnun nærfata á karlmenn skemmtilegri. Þetta rímar vel við hugmyndir og sýn Lendaskýlunnar og við erum því komin í samstarf við að kynna Íslendinga fyrir nýjum og spennandi nærfötum og opna hug þeirra fyrir breytileikanum sem er í boði.
Skull & Bones
Hér eru einnig til söu vörur frá hinu bandaríska Skull & Bones sem er staðsett í New York. Það merki var stofnað árið 2014 af hjónunum Vincent Pilato og Rob Matysiewski sem voru í uppreisnarhug og stefndu hátt; þeir vildu almennilegar nærbuxur á karlmenn, sem gera eitthvað fyrir útlitið og auðga hversdagslíf karla. Þeir nota síðan það sem þeir hafa til þess að hafa áhrif til góðs á ýmsan máta sem má lesa um hér.
PUMP!
PUMP! er kanadískt merki frá Montréal, stofnað 2009, sem gerir út á íþróttalegt útlit og vill þar af leiðandi hafa þægindin í fyrirrúmi en þó einnig að endingin sé góð og að vörurnar séu af hæstu gæðum. Nærfötin þeirra eru þó ekki bara fyrir íþróttafólk heldur alla sem langar. PUMP! er stolt yfir því að velja efnin í vörurnar vel og vandlega og fær oft gerð efni sérstaklega fyrir nærfötin sín.